Skilmálar

Ráðstöfun styrkja
Veittir styrkir eru einungis nýttir í þágu verkefnisins Já Ísland.

Félagið Sterkara  Ísland annast alla umsýslu vegna verkefnisins.

Greiðslutími
Ef valin er mánaðarleg greiðsla er gert ráð fyrir að styrkur verði innheimtur til og með þess mánaðar sem samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður borinn undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afturköllun styrks
Kjósi styrkveitandi að hætta að styrkja Já Ísland verður hann að tilkynna það með tölvupósti til Já Ísland. Það mun þá fella kröfu niður innan mánaðar. Senda skal tilkynningu á netfangið jaisland@jaisland.is. Þar verður að koma fram nafn og kennitala greiðanda og tegund korts.

Trúnaður
Já Ísland heitir styrkveitanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem styrkveitandi gefur upp í tengslum við styrkinn. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Sterkara Ísland
Síðumúla 8, 108 Reykjavík
kt. 681009-0860
Sími: 517 8874
jaisland@jaisland.is